Innlent

Auðgunarbrotum fjölgar

Innbrotum fjölgar.
Innbrotum fjölgar.

Árið 2009 var um margt viðburðarríkt hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þegar litið er til þróunar afbrota samkvæmt afbrotaskýrslu lögreglunnar fyrir árið 2009.

Hegningarlagabrot voru 11.679 talsins og fjölgaði um 11 prósent á milli ára. Helgast það einkum af áframhaldandi fjölgun auðgunarbrota fyrri hluta árs 2009.

Skráðum innbrotum fjölgaði um 45 prósent á milli ára og voru 2.883 sem jafngildir því að framin hafi verið átta innbrot á dag á höfuðborgarsvæðinu árið 2009.

Einungis á Seltjarnarnesi og Álftanesi fækkaði innbrotum frá árinu á undan, en annars fjölgaði innbrotum á höfuðborgarsvæðinu öllu.

Mest varð fjölgunin í Grafarholti og Norðlingaholti eða sem nemur næstum þreföldun milli ára.

Þegar litið er til annarra brota sem fjallað er um skýrslunni þá er niðurstaðan á annan veg enda fækkar flestum öðrum brotum eða fjöldi þeirra stendur í stað.

Eingöngu nytjastuldum fjölgaði á milli ára en fjöldi eignaspjalla og kynferðisbrota stóð nánast í stað á meðan fíkniefnabrotum og ofbeldisbrotum fækkaði á milli ára.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×