Erlent

Haítíbúar sluppu vel frá fellibylnum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hörmungar hafa dunið á Haíti allt þetta ár. Hér er björgunarfólk að sinna slasaðri konu. Mynd/ afp.
Hörmungar hafa dunið á Haíti allt þetta ár. Hér er björgunarfólk að sinna slasaðri konu. Mynd/ afp.
Fellibylurinn Tómas reið yfir Haítí í dag. Hundruð þúsundir íbúa á Haítí búa enn í tjöldum eftir jarðskjálftann sem varð þar í byrjun árs og eiga því erfitt með að verja sig gegn fellibylnum.

Fellibylnum fylgir úrhellisrigning, að því er Reuters greinir frá. Einn maður fórst þegar að hann reyndi að komast í gegnum vatnsflaum á Grande-Anse svæðinu sem er nærri höfuðborginni Port-au-Prince.

Björgunarfólk á vegum Sameinuðu þjóðanna og hjálparsamtaka óttuðust mjög að fellibylurinn myndi valda íbúum Haítí enn meiri vandræðum og auka á kólerufaraldurinn sem þar hefur geysað að undanförnu.

Hjálparstarfsfólk er samt sem áður bjartsýnt. Imogen Wall, talskona Samræmingarskrifstofu aðgerða SÞ í mannúðarmálum, segir að margt hafi farið betur en á horfðist. „Við höfum verið ótrúlega heppin núna. Það er að vísu mikið flóð, sérstaklega í Leogane, en Haítíbúar voru heppnir í þetta eina skipti," segir Wall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×