Ragnar Sigurðsson, miðvörður Gautaborgar í sænska boltanum, er nú orðaður við enska úrvalsdeildarliðið Blackburn.
Blaðið The People segir að Sam Allardyce ætli að leggja fram tilboð í Ragnar í sumar sem mun vera rúm milljón punda.
Newcastle sem situr á toppi Coca Cola-deildarinnar hefur einnig augastað á Ragnari.