Gera ekki athugasemd við uppsögn Þórhalls Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. nóvember 2010 14:53 Aðalbjörn er formaður Félags fréttamanna á RÚV. Félag fréttamanna á RÚV gerir ekki athugasemdir við ástæður brottvikningar Þórhalls Jósepssonar fréttamanns. Þórhalli var sagt upp störfum í fyrradag og er ástæðan sú að hann vann við ritun bókar sem fjallar um ráðherraferil Árna Mathiesen og aðdragandann að hruninu. „Ég veit ekkert hvað gerðist í janúar á sínum tíma, fyrir tæpu ári, þegar að þeir Þórhallur og Óðinn (Jónsson, fréttastjóri RÚV; innsk. blm.) töluðu saman. Hins vegar er það þannig að á RÚV, eins og á flestum fjölmðlum, er það alveg klárt hvaða verk menn geta tekið að sér meðfram blaðamennsku og fréttamennsku," segir Aðalbjörn Sigurðsson, formaður Félags fréttamanna á RÚV, sem er stéttarfélag fréttamanna hjá stofnuninni.Litið á hegðun Þórhalls sem trúnaðarbrot Aðalbjörn segir að á RÚV sé það alveg skýrt að menn verði að fá leyfi frá fréttastjóra eða staðgengli hans fyrir öllum öðrum störfum. „Í þessu tilfelli taldi Þórhallur sig vera búinn að fá það leyfi en deilir svo sem ekkert um það að þess var aldrei getið um hvern væri verið að ræða," segir Aðalbjörn. Hann segir að menn hafi ekki áttað sig á því, hvorki Óðinn né nokkur annar, að þessi vinna við ritun bókarinnar væri farin í gang, hvað þá að hún hafi verið í gangi í tæpt ár og við það að ljúka. Aðalbjörn segir að litið sé á hegðun Þórhalls sem trúnaðarbrot og agabrot. „Ég sem formaður, og félagið, gerir ekki athugasemd við þá túlkun," segir Aðalbjörn Aðalbjörn segir að félagið hafi þó viljað að málið yrði afgreitt á annan hátt. „Það voru gerðar tilraunir til þess en það fór á þennan hátt af ýmsum ástæðum," segir Aðalbjörn. Þetta sé óskaplega leiðinlegt vegna þess að Þórhallur sé góður fréttamaður og traustur. „Ég man varla eftir athugasemdum við hans störf fram að þessu og ég sé eftir traustum fréttamanni sem okkur veitti ekkert af að hafa áfram," segir Aðalbjörn. Málið snúist ekki um persónu Árna Mathiesen. Hið sama hefði gilt ef um hefði verið að ræða Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, Halldór Ásgrímsson eða aðra. Málið hefði staðið öðruvísi ef Þórhallur hefði tekið sér tímabundið leyfi frá störfum á meðan að hann skrifaði bókina.Mun styðja Þórhall Aðalbjörn segir að þrátt fyrir að hann geri ekki athugasemdir við ástæður brottvikningar að þá muni Félag fréttamanna styðja Þórhall ef að hann telji rangt staðið að ferlinu við uppsögn sína. Þórhallur er varaformaður félags Fréttamanna. Aðalbjörn vekur athygli á því að þegar að RÚV var gert að opinberu hlutafélaig hafi þeim reglum sem gilda um brottvikningar opinberra starfsmanna fallið úr gildi. „Það er ákveðið ferli, það þarf að aðvara menn og menn hafa ákveðinn rétt til að svara. Þannig að það er áminningarferli og menn hafa rétt til að koma athugasemdum á framfæri," segir Aðalbjörn. Þetta ferli hafi allt verið þurrkað út þegar rekstrarformi fyrirtækisins var breytt. Mest lesið Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Innlent Fleiri fréttir Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Áfram í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Grindavík á barmi gjaldþrots og læknar á leið í verkfall Vill vita hvort RÚV hafi einhvern tíma beðist afsökunar Sjá meira
Félag fréttamanna á RÚV gerir ekki athugasemdir við ástæður brottvikningar Þórhalls Jósepssonar fréttamanns. Þórhalli var sagt upp störfum í fyrradag og er ástæðan sú að hann vann við ritun bókar sem fjallar um ráðherraferil Árna Mathiesen og aðdragandann að hruninu. „Ég veit ekkert hvað gerðist í janúar á sínum tíma, fyrir tæpu ári, þegar að þeir Þórhallur og Óðinn (Jónsson, fréttastjóri RÚV; innsk. blm.) töluðu saman. Hins vegar er það þannig að á RÚV, eins og á flestum fjölmðlum, er það alveg klárt hvaða verk menn geta tekið að sér meðfram blaðamennsku og fréttamennsku," segir Aðalbjörn Sigurðsson, formaður Félags fréttamanna á RÚV, sem er stéttarfélag fréttamanna hjá stofnuninni.Litið á hegðun Þórhalls sem trúnaðarbrot Aðalbjörn segir að á RÚV sé það alveg skýrt að menn verði að fá leyfi frá fréttastjóra eða staðgengli hans fyrir öllum öðrum störfum. „Í þessu tilfelli taldi Þórhallur sig vera búinn að fá það leyfi en deilir svo sem ekkert um það að þess var aldrei getið um hvern væri verið að ræða," segir Aðalbjörn. Hann segir að menn hafi ekki áttað sig á því, hvorki Óðinn né nokkur annar, að þessi vinna við ritun bókarinnar væri farin í gang, hvað þá að hún hafi verið í gangi í tæpt ár og við það að ljúka. Aðalbjörn segir að litið sé á hegðun Þórhalls sem trúnaðarbrot og agabrot. „Ég sem formaður, og félagið, gerir ekki athugasemd við þá túlkun," segir Aðalbjörn Aðalbjörn segir að félagið hafi þó viljað að málið yrði afgreitt á annan hátt. „Það voru gerðar tilraunir til þess en það fór á þennan hátt af ýmsum ástæðum," segir Aðalbjörn. Þetta sé óskaplega leiðinlegt vegna þess að Þórhallur sé góður fréttamaður og traustur. „Ég man varla eftir athugasemdum við hans störf fram að þessu og ég sé eftir traustum fréttamanni sem okkur veitti ekkert af að hafa áfram," segir Aðalbjörn. Málið snúist ekki um persónu Árna Mathiesen. Hið sama hefði gilt ef um hefði verið að ræða Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, Halldór Ásgrímsson eða aðra. Málið hefði staðið öðruvísi ef Þórhallur hefði tekið sér tímabundið leyfi frá störfum á meðan að hann skrifaði bókina.Mun styðja Þórhall Aðalbjörn segir að þrátt fyrir að hann geri ekki athugasemdir við ástæður brottvikningar að þá muni Félag fréttamanna styðja Þórhall ef að hann telji rangt staðið að ferlinu við uppsögn sína. Þórhallur er varaformaður félags Fréttamanna. Aðalbjörn vekur athygli á því að þegar að RÚV var gert að opinberu hlutafélaig hafi þeim reglum sem gilda um brottvikningar opinberra starfsmanna fallið úr gildi. „Það er ákveðið ferli, það þarf að aðvara menn og menn hafa ákveðinn rétt til að svara. Þannig að það er áminningarferli og menn hafa rétt til að koma athugasemdum á framfæri," segir Aðalbjörn. Þetta ferli hafi allt verið þurrkað út þegar rekstrarformi fyrirtækisins var breytt.
Mest lesið Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Innlent Fleiri fréttir Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Áfram í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Grindavík á barmi gjaldþrots og læknar á leið í verkfall Vill vita hvort RÚV hafi einhvern tíma beðist afsökunar Sjá meira