Innlent

Veiddi stærstu lúðu sögunnar úti fyrir Bolungarvík

Þýskur ferðamaður og frístundaveiðimaður, veiddi nýverið heimsins stærstu lúðu á sjóstöng fyrir utan Bolungarvík. Gunther Hansel var tvo tíma að ná ferlíkinu um borð og þurfti hann hjálp fimm fílelfdra karlmanna við verkið. Lúðan er enda risastór, 2,5 metrar að lengd og 220 kíló. Um heimsmet mun vera að ræða og hafa aflabrögðin vakið mikla athygli um allan heim.

Fyrra metið mun hafa verið sett af Bosse Carlsson og Hans-Olov Nilsson en þeir veiddu 210 kílóa lúðu undan ströndum Noregs árið 2009. Lúðan var seld á fiskmarkaði fyrir rúmar 450 þúsund krónur og skipti Gunther gróðanum með veiðifélögum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×