Erlent

Hársbreidd frá því að verða undir lest

Aðeins munaði hársbreidd að maður hefði orðið undir neðanjarðarlest í Madríd á Spáni á dögunum á þessum mynsskeiði sést hvar maðurinn fellur allt í einu ofan á lestarteinana og missir meðvitund. Fólk sem beið eftir lest á stöðinni reynir að veifa til lestarstjórans sem virðist ekki taka eftir manninum á teinunum. Þá kemur aðvífandi maður og dregur hinn slasaða af teinunum aðeins sekúndum áður en lestin brunar hjá. Spænskir miðlar hafa hælt björgunarmanninum á hvert reipi en hann er ný útskrifaður lögreglumaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×