Erlent

Svissneskur bankareikningur Julians frystur

Julian Assange á ekki sjö dagana sæla síðan skjölin láku út.
Julian Assange á ekki sjö dagana sæla síðan skjölin láku út.

Svissneskur banki hefur fryst bankareikning í eigu Julians Assange, sem er forsprakki Wikileaks, en samkvæmt fréttavef BBC eru um 31 þúsund evrur inni á reikningnum.

Það er The Swiss post office bank sem frysti reikninginn sem Assange á meðal annars að hafa nýtt til þess að greiða fyrir lögfræðiþjónustu.

Eins og fram hefur komið þá hafa þúsundir skjala tengdum sendiráðum Bandaríkjanna um víða veröld, meðal annars hér á Íslandi, lekið út til fjölmiðla. Assange hefur farið huldu höfði eftir birtingu skjalanna en sænsk yfirvöld hafa meðal annars gefið út handtökuskipun á hendur honum.

Þá hafa síður Wikileaks sætt árásum tölvuþrjóta auk þess sem ekki er lengur hægt að styðja starfsemina í gegnum PayPal og Amazon vegna harðrar gagnrýni bandarískra yfirvalda.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×