Erlent

Dýraníðingur vill aftur opna dýrasnyrtistofu

Einn af kettlingunum sem Holly var dæmd fyrir að fara illa með
Einn af kettlingunum sem Holly var dæmd fyrir að fara illa með
Holly Crawford, bandarísk kona sem seldi svokallaða „goth"-kettlinga og var dæmd fyrir dýraníð, hefur hug á að opna aftur dýrasnyrtistofu sína.

Dýraverndunarsinnar björguðu þremur kettlingum frá konunni fyrir tveimur árum eftir að hún hafði auglýst „goth"-kettlinga til sölu. Konan hafði sett pinna og lokka ýmisskonar í kettlingana, í eyru þeirra, háls og rófu.

Fyrr á þessu ári var Holly síðan dæmd fyrir illa meðferð á dýrum og sætt að sitja í sex mánaða stofufangelsi.

Í síðustu viku leitaði Holly á náðir dómara þar sem hún óskaði þess að hann veitti henni heimild til að opna snyrstofuna sína aftur, en Holly hafði lengið starfað sem dýrasnyrtir á stofunni Pawside Parlor.

Saksóknari lagðist ekki gegn því að Holly legði beiðnina fram þar sem hún hafi haldið skilorð en niðurstöðu dómara er enn beðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×