Erlent

Handtökur vegna skógarelda

Óli Tynes skrifar
Boeing breiðþotur voru notaðar við slökkvistarfið.
Boeing breiðþotur voru notaðar við slökkvistarfið.

Slökkviliðssveitir í Ísrael hafa loks náð stjórn á skógareldunum sem þar hafa geisað síðan á fimmtudag. Talsmaður yfirvalda segir að ekki sé búið að slökkva allt, en allavega sé nú hægt að hindra frekari útbreiðslu. Yfir 40 manns fórust í eldunum og 17 er enn saknað.

Um 12000 hektarar lands brunnu, það voru á að giska fimm milljónir trjáa. Þetta er tilfinnanlegt tjón þar sem Ísrael er ekki auðugt að skóglendi. Tveir ungir bræður hafa verið handteknir, grunaðir um að bera ábyrgð á eldunum fyrir slysni. Tugir landa sendu tæki og mannskap til að hjálpa Ísraelum við slökkvistarfið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×