Erlent

Ellefu læknar sáu ekki krabbameinið í tæka tíð

Læknum Angelu mistókst að greina meinið í tæka tíð.
Læknum Angelu mistókst að greina meinið í tæka tíð.

Þriggja barna móðir í Bretlandi lést á dögunum úr magakrabba en heimilislæknir hennar og tíu aðrir læknar fundu ekki meinið þrátt fyrir ítrekaðar rannsóknir. Angela Skeffington hafði kvartað undan verkjum og sýnt öll einkenni þess að vera með krabbamein í maga, frá því í apríl en hún var ekki sett í sneiðmyndatæki fyrr en í ágúst og þá uppgötvaðist meinið.

Þá hafði það dreift sér víðar og sögðu læknar henni að hún ætti nokkrar vikur eftir ólifaðar. Angela hafði hvað eftir annað leitað á heilsugæslustöðina í hverfinu og sýna skýrslur að tíu læknar auk heimilislæknis hennar höfðu rannsakað hana í 12 heimsóknum.

Áður en meinið uppgötvaðist höfðu læknarnir greint Angelu með anorexíu, þunglyndi og óvenju slæma tíðaverki. Enginn hafði hinsvegar séð krabbaemeinið. Hún lést á dögunum og ættingjar hennar hafa gagnrýnt bresk heilbrigðisyfirvöld harðlega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×