Erlent

Sittu heima ódámurinn þinn

Óli Tynes skrifar
Sepp Blatter er ekki vinsæll í Englandi þessa dagana.
Sepp Blatter er ekki vinsæll í Englandi þessa dagana.

Boris Johnson hinn litríki borgarstjóri Lundúna hefur afturkallað boð til Sepp Blatters forseta FIFA um að gista frítt á hinu fornfræga Dorchester hóteli meðan heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu fer fram árið 2018. FIFA ákvað fyrir helgi að mótið skuli fara fram í Rússlandi en ekki Englandi.

Englendingar eru ævareiðir yfir þessu. Þeir telja FIFA vera að hefna sín fyrir að BBC fréttastöðin hefur verið með umfangsmikla umfjöllun um spillingu innan sambandsins. Nefnd FIFA sem fór yfir umsóknirnar hafði úrskurðað að umsókn Englendinga hefði verið tæknilega langbest útfærð. Þegnar hennar hátignar Elísabetar voru því fyrirfram næsta sigurvissir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×