Innlent

Katrín: Ekki til marks um óánægju innan VG

Mynd/Arnþór Birkisson
Flokksráðsfundur Vinstri grænna stendur yfir á Akureyrir en um 120 manns sitja fundinn. Rúmlega 40 ályktanir hafa verið lagðar fram þar á meðal ályktun um að samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn verði hætt og að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu verði dregin til baka. Varaformaður flokksins segir þær ekki til marks um óánægju innan VG

Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður VG, segir að málefnahópar hafi farið yfir ályktanirnar í morgun og því eigi hún von á því að færri ályktanir verði bornar upp til samþykkis.

Aðspurð hvort að ályktanirnar um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Evrópusambandið séu ekki til marks um óánægju innan grasrótar flokksins telur Katrín svo ekki vera. Hún segir að það sé ekki óskastaða Vinstri grænna að vera í samstarfi við AGS. „Stefnan er auðvitað líka sú að við ætlum ekki að hafa hann hér til eilífðarnóns."

Um aðildarumsókn Íslands að ESB segir Katrín: „Hvað varðar Evrópusambandið þá var samþykkt á flokksráðsfundi að fara í ríkisstjórnarsamstarf undir þessum formerkjum. Þannig að sú samþykkt liggur auðvitað fyrir."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×