Innlent

Lögðu hald á 54 kíló af kannabisefnum á síðasta ári

Ein af kannabisræktunum sem lögreglan stöðvaði.
Ein af kannabisræktunum sem lögreglan stöðvaði.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu haldlagði 54 kíló af kannabisefnum árið 2009 samkvæmt skýrslunni, Afbrot á höfuðborgarsvæðinu 2009.

Þrátt fyrir að lögreglan hafi haldlagt svo mikið af kannabisi þá fækkar fíkniefnabrotum á milli ára en áhersla lögreglu var meiri á að stöðva innflutning og framleiðslu fíkniefna en að stemma stigu við neyslu þeirra.

Mest aukning varð, eins og fyrr segir, í haldlagningum á marihúana, en árið 2009 voru rúmlega 54 kíló haldlögð af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og tollgæslu samanborið við tæplega fimm kíló árið áður.

Þetta kemur einkum til vegna þess að í nokkrum málum fann lögregla stórar framleiðslueiningar kannabisræktunar. Einnig lagði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og tollgæslan hald á nokkru meira magn af amfetamíni árið 2009 en árið áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×