Erlent

Pláneta utan vetrarbrautar

Tölvuteikning af nýju plánetunni.NordicPhotos/AFP
Tölvuteikning af nýju plánetunni.NordicPhotos/AFP

Stjörnufræðingar telja sig hafa fundið í í fyrsta sinn plánetu sem er upprunnin utan Vetrarbrautarinnar. Pláneta þessi er af svipaðri gerð og Júpíter, en nokkuð stærri.

Samkvæmt rannsókninni, sem birt var í tímaritinu Science, var þessi hnöttur eitt sinn hluti af sólkerfi utan við vetrarbrautina. Það sólkerfi er 2.000 ljósárum frá Jörðu virðist hafa sogast inn í Vetrarbrautina og sól þess er að kulna.

Þessi uppgötvun birtist í gegnum stjörnukíki í Síle hefur glatt vísindamenn sem fá nú innsýn í mögulega framtíð okkar eigin sólkerfis.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×