Eldgosið eyðilagði heimsmetstilraun 23. mars 2010 07:30 Mortara sló eitt heimsmet þegar hann flaug í kringum hnöttinn á tæpum 58 klukkustundum. Eldgosið á Íslandi kom hins vegar í veg fyrir aðra heimsmetstilraun. NordicPhotos/Afp Eldgosið við Fimmvörðuháls eyðilagði aðra af tveimur heimsmetstilraunum svissneska flugmannsins Riccardo Mortara. Mortara hugðist slá met ævintýramannsins Steves Fossett með því að fljúga hringinn í kringum hnöttinn á innan við 67 klukkustundum. Það tókst því Mortara flaug hringinn á 57 klukkustundum og 54 mínútum. Honum mistókst hins vegar að slá met kylfingsins Arnolds Palmer sem flaug í kringum heiminn á 57 klukkustundum og 26 mínútum á mun léttari vél. Mortara segir eldgosið á Íslandi hafa eyðilagt þau plön og seinkað ferðinni um fjórar klukkustundir. Mortara ætlaði að lenda í Keflavík eftir viðkomu í Kanada en flugvellinum var hins vegar lokað vegna eldgossins við Eyjafjallajökul og Mortara neyddist til að snúa við. „Við settum okkur háleit markmið og ætluðum að slá met Palmers,“ segir Mortara í yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni. „Okkur hefði sennilega tekist að slá það um fjórar klukkustundir ef ekki hefði orðið þetta eldgos á Íslandi.“ Eldgosið á Fimmvörðuhálsi hleypti miklum taugatitringi í áhöfn Mortara eins og kemur fram á heimasíðu heimsmetstilraunarinnar, 360worldrecord.com. „Ég var vakinn og mér sagt frá eldgosinu á Íslandi. Þetta var eins og martröð,“ skrifar Carlo Allauigan, einn úr áhöfn flugvélarinnar. Mortara flaug Sabreliner 65-flugvél til að setja metið en slíkar vélar voru fyrstu einkaflugvélarnar sem byggðar voru handa auðjöfrum og fólki loðnu um lófana.- fgg Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira
Eldgosið við Fimmvörðuháls eyðilagði aðra af tveimur heimsmetstilraunum svissneska flugmannsins Riccardo Mortara. Mortara hugðist slá met ævintýramannsins Steves Fossett með því að fljúga hringinn í kringum hnöttinn á innan við 67 klukkustundum. Það tókst því Mortara flaug hringinn á 57 klukkustundum og 54 mínútum. Honum mistókst hins vegar að slá met kylfingsins Arnolds Palmer sem flaug í kringum heiminn á 57 klukkustundum og 26 mínútum á mun léttari vél. Mortara segir eldgosið á Íslandi hafa eyðilagt þau plön og seinkað ferðinni um fjórar klukkustundir. Mortara ætlaði að lenda í Keflavík eftir viðkomu í Kanada en flugvellinum var hins vegar lokað vegna eldgossins við Eyjafjallajökul og Mortara neyddist til að snúa við. „Við settum okkur háleit markmið og ætluðum að slá met Palmers,“ segir Mortara í yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni. „Okkur hefði sennilega tekist að slá það um fjórar klukkustundir ef ekki hefði orðið þetta eldgos á Íslandi.“ Eldgosið á Fimmvörðuhálsi hleypti miklum taugatitringi í áhöfn Mortara eins og kemur fram á heimasíðu heimsmetstilraunarinnar, 360worldrecord.com. „Ég var vakinn og mér sagt frá eldgosinu á Íslandi. Þetta var eins og martröð,“ skrifar Carlo Allauigan, einn úr áhöfn flugvélarinnar. Mortara flaug Sabreliner 65-flugvél til að setja metið en slíkar vélar voru fyrstu einkaflugvélarnar sem byggðar voru handa auðjöfrum og fólki loðnu um lófana.- fgg
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira