Innlent

Allar reglur brotnar við sölu Vestia

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Guðlaugur Þór Þórðarson segir allar reglur hafa verið brotnar við sölu á Vestia. Mynd/ Stefán.
Guðlaugur Þór Þórðarson segir allar reglur hafa verið brotnar við sölu á Vestia. Mynd/ Stefán.
Allar verklagsreglur sem lagt var upp með við sölu eigna bankanna voru brotnar þegar að Landsbankinn seldi eignarhaldsfélagið Vestia til Framtakssjóðs lífeyrissjóðanna, segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Guðlaugur er málshefjandi í utandagskrárumræðum um málið sem fram fer á Alþingi í dag. Guðlaugur segir að Bankasýsla ríkisins, stofnun sem hefði átt að hafa eftirlit með að verklagsreglum væri framfylgt, hafi tekið þátt í að brjóta verklagsreglurnar. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra er til andsvara við umræðurnar en Bankasýslan heyrir undir ráðuneyti hans.

„Í ofanálag hefur komið fram að Landsbankinn er búinn að kaupa sig, í þessum viðskiptum, inn í Framtakssjóð lífeyrissjóðanna. Ég man ekki eftir því að það hafi verið tekin umræða um það. Þetta er spurning um að fá að vita það hver tók ákvörðun ef það yrði og hvort við sæjum eitthvað meira af því að ríkisbanki væri að fara inn á hlutverk lífeyrissjóðanna," segir Guðlaugur Þór.

Guðlaugur bendir á að salan á Vestia hafi ekki verið framkvæmd. „Það væri eðlilegt að það væri farið eftir verklagsreglum og eðlilegast að ef menn vilja selja þessi fyrirtæki, sem er í sjálfu sér markmðið, að það sé gert eftir settum reglum," segir Guðlaugur Þór, aðspurður um það hvort að hann vilji að sölunni verði rift. Guðlaugur Þór segir mikilvægt að það sé ekki farið á skjön við markmið laga um bankasýsluna og að eigendastefnu ríkisins sé fylgt eftir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×