Innlent

Dómsmálaráðherra upplýstur um gang mála

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Dómsmálaráðherra, Ragna Árnadóttir, hefur verið látin vita af gangi mála í Eyjafjallajökli, segir Víðir Reynisson, yfirmaður almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra.

Lögregluyfirvöld eru í símasambandi við hana. Þyrla hefur flogið yfir svæðið og getur gefið upplýsingar um stöðu mála þegar að hún lendir. Víðir segist telja að rýming fólks af svæðinu gangi samkvæmt áætlun. Víðir segir að vísindamenn telji að gosið sé mjög óvenjulegt.

Víðir segir að björgunarsveitir af Suðurlandi hjálpi til við rýmingu. Björgunarsveitir af höfuðborgarsvæðinu muni leysa björgunarsveitamenn þar af ef með þarf.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×