Innlent

Eiturlyfjasalar handteknir í Reykjavík

Tveir fíkniefnasalar voru handteknir í Reykjavík í fyrradag. Um var að ræða tvo karla á þrítugsaldri en við húsleit í híbýlum annars þeirra fannst talsvert magn af marijúana og peningar, vel á aðra milljón, sem er álitið að séu afrakstur fíkniefnasölu.

Húsleitin var framkvæmd að undangengnum dómsúrskurði.

Fyrrnefnd aðgerð er liður í að hamla gegn sölu og dreifingu fíkniefna en sem fyrr minnir lögreglan á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál.

Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×