Ungmennum bannað að tjalda á Írskum dögum - aftur Boði Logason skrifar 22. júní 2010 10:57 Frá Írskum dögum 2007 Vísir. Bæjarráð Akraness hefur nú ákveðið að fara að tilmælum stjórnar Akranesstofu að ungmennum á aldrinum 18-23 ára verður ekki heimilaður aðgangur á tjaldsvæði bæjarins, nema þá sem fjölskyldumeðlimum, foreldrum með börnum eða börnum með foreldrum, þegar bæjarhátíðin Írskir dagar fara fram. Þetta ákvæði var einnig sett árið fyrir tveimur árum eftir mikil slagsmál og drykkju ungmenna árið áður, eða 2007. Í fyrra ákvað stjórn Akranesstofu að aflétta banninu og leyfa ungmennum að koma á svæðið en samkvæmt Tómasi Guðmundssyni verkefnisstjóra hjá Akranesstofu gekk það ekki nógu vel og því verður þessi leið farin í ár.Hægt að skoða slagsmál á youtube Tómas segir að árið 2007 hafi allt farið úr skorðum og allt logað í slagsmálum. „Það var mjög vafasamt ástand, það er hægt að gúgla þetta og skoða á youtube." Það var svo fyrir tveimur árum eða árið 2008 sem bæjaryfirvöld ákváðu að banna ungmennum að koma á svæðið og segir Tómas það hafa heppnast vel. „Þá var allt eins og við kusum að hafa það, mjög fjölskylduvænt á tjaldsvæðinu. Þetta var mikið gagnrýnt og mikil óánægja var með þetta sérstaklega hjá þessum aldri."Get ekki tekið áhættuna Í fyrra var svo ákveðið að slaka á þessum reglum og leyfa ungmennum að koma á svæðið. „Ástandið var í járnum og það tókst að halda friðinn með miklum tilkostnaði og mikilli gæslu. Það voru allir sammála um að sá aldurshópur sem fór mest fyrir og var til mestra vandræða var fólk á þessum aldri." Nú hefur því verið ákveðið að banna ungmennum á fyrrgreindum aldri að koma á tjaldsvæðið. „Við getum bara ekki tekið þann séns að það fari allt í háaloft þarna einu sinni enn."„Þetta er ekki skemmtilegt" Tómast býst fastlega við einhverri gagnrýni varðandi þetta fyrirkomulag og óánægju meðal unglinga. „En ég hins vegar bið fólk að hafa skilning á því að við höfum ekki peninga til þess að kosta alla gæsluna sem þarf til að hafa tjaldsvæðið alveg opið, þetta hleypur á milljónum." Tómas segir að það sé verið að gefa ákveðin skilaboð með þessu banni og til að mynda muni dagskrá daganna miðast við fjölskyldur. „Við verðum að fara þessa leiðina. Þetta er ekki skemmtilegt, að þurfa að grípa til þessara úrræða," segir Tómas að lokum. Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Bæjarráð Akraness hefur nú ákveðið að fara að tilmælum stjórnar Akranesstofu að ungmennum á aldrinum 18-23 ára verður ekki heimilaður aðgangur á tjaldsvæði bæjarins, nema þá sem fjölskyldumeðlimum, foreldrum með börnum eða börnum með foreldrum, þegar bæjarhátíðin Írskir dagar fara fram. Þetta ákvæði var einnig sett árið fyrir tveimur árum eftir mikil slagsmál og drykkju ungmenna árið áður, eða 2007. Í fyrra ákvað stjórn Akranesstofu að aflétta banninu og leyfa ungmennum að koma á svæðið en samkvæmt Tómasi Guðmundssyni verkefnisstjóra hjá Akranesstofu gekk það ekki nógu vel og því verður þessi leið farin í ár.Hægt að skoða slagsmál á youtube Tómas segir að árið 2007 hafi allt farið úr skorðum og allt logað í slagsmálum. „Það var mjög vafasamt ástand, það er hægt að gúgla þetta og skoða á youtube." Það var svo fyrir tveimur árum eða árið 2008 sem bæjaryfirvöld ákváðu að banna ungmennum að koma á svæðið og segir Tómas það hafa heppnast vel. „Þá var allt eins og við kusum að hafa það, mjög fjölskylduvænt á tjaldsvæðinu. Þetta var mikið gagnrýnt og mikil óánægja var með þetta sérstaklega hjá þessum aldri."Get ekki tekið áhættuna Í fyrra var svo ákveðið að slaka á þessum reglum og leyfa ungmennum að koma á svæðið. „Ástandið var í járnum og það tókst að halda friðinn með miklum tilkostnaði og mikilli gæslu. Það voru allir sammála um að sá aldurshópur sem fór mest fyrir og var til mestra vandræða var fólk á þessum aldri." Nú hefur því verið ákveðið að banna ungmennum á fyrrgreindum aldri að koma á tjaldsvæðið. „Við getum bara ekki tekið þann séns að það fari allt í háaloft þarna einu sinni enn."„Þetta er ekki skemmtilegt" Tómast býst fastlega við einhverri gagnrýni varðandi þetta fyrirkomulag og óánægju meðal unglinga. „En ég hins vegar bið fólk að hafa skilning á því að við höfum ekki peninga til þess að kosta alla gæsluna sem þarf til að hafa tjaldsvæðið alveg opið, þetta hleypur á milljónum." Tómas segir að það sé verið að gefa ákveðin skilaboð með þessu banni og til að mynda muni dagskrá daganna miðast við fjölskyldur. „Við verðum að fara þessa leiðina. Þetta er ekki skemmtilegt, að þurfa að grípa til þessara úrræða," segir Tómas að lokum.
Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira