Enski boltinn

Manchester City eyddi mest í sumar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Roberto Mancini með fjóra dýra.
Roberto Mancini með fjóra dýra. Nordic Photos / Getty Images

Það kemur fáum á óvart að Manchester City eyddi allra mest í leikmannakaup nú í sumar.

Þetta kemur fram í úttekt Goal.com í dag en City sló við bæði Real Madrid og Barcelona frá Spáni sem koma í næstu sætum.

Meðal þeirra leikmanna sem félagið fékk til liðs við sig má nefna David Silva, Aleksandr Kolarov, Yaya Toure og Mario Balotelli. Félagið seldi einnig Robinho og Stephen Ireland.

Rússnesku félögin Rubin Kazan og Zenit St. Pétursborg komust inn á lista tíu efstu á þessum lista sem kemur ef til vill helst á óvart.

Topp tíu útgjöld:

Manchester City 145.450.000 evrur

Real Madrid 81.000.000

Barcelona 71.500.000

Juventus 56.450.000

Rubin Kazan 43.100.000

Zenit St. Pétursborg 43.000.000

Genoa 41.400.000

Wolfsburg 38.900.000

Chelsea 38.000.000

Marseille 37.500.000

Listinn breytist þó nokkuð ef tekið er tillit til tekna af sölu leikmanna nú í sumar:

Manchester City 109.250.000 evrur (tekjur 36.200.000 evrur)

Real Madrid 81.000.000 (tekjur 0)

Zenit St. Pétursborg 42.100.000 (tekjur 900.000)

Rubin Kazan 29.100.000 (tekjur 14.000.000)

Barcelona 26.500.000 (tekjur 45.000.000)

Lyon 23.385.000 (tekjur 4.615.000)

Juventus 23.075.000 (tekjur 33.375.000)

Fenerbahce 22.000.000 (tekjur 0)

Marseille 21.900.000 (tekjur 15.600.000)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×