Innlent

Ríkið tekur hundraðkall af hverjum bensínlítra

Mynd úr safni

Hlutur ríkisins í bensínverði losar nú hundrað krónur á lítrann eftir bensínhækkunina í gær. Hlutur hins opinbera hefur líklega aldrei verið hærri.

Olíufélögin hafa líka verið að hækka álagningu sína á þessu ári, samkvæmt útreikningum greiningardeildar Arion banka. Þá niðurstöðu byggir bankinn á samanburði á gengisþróun, heimsmarkaðsverði og útsöluverði hér á landi.

Samkvæmt honum nemur hækkun olíufélaganna umþaðbil þremur prósentum frá áramótum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×