Innlent

Ríkislögreglustjóri kannar hvort njósnað er um Íslendinga

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ögmundur Jónasson sagði á þingfundi í dag að hann hefði rætt ásakanir sem upp hafa komið við ríkislögreglustjóra. Mynd/ Anton.
Ögmundur Jónasson sagði á þingfundi í dag að hann hefði rætt ásakanir sem upp hafa komið við ríkislögreglustjóra. Mynd/ Anton.
Ögmundur Jónasson dómsmálaráðherra hefur fundað með ríkislögreglustjóra og farið þess á leit við hann að kannað verði hvort Bandaríkjamenn hafi fylgst með ferðum almennra borgara við sendiráðiið á Laufásvegi. Þetta sagði Ögmundur við upphaf þingfundar í dag.

Álfheiður Ingadóttir, þingmaður VG, spurði Ögmund út í málið í dag. Hún vakti athygli á því að fréttir hefðu borist af því frá Norðurlöndunum að fylgst væri með almennum borgurum þar. Ögmundur Jónasson sagðist hafa orðið var við þessa umfjöllun. Hann sagðist hafa leitað eftir upplýsingum um málið innan dómsmálaráðuneytisins en vakti athygli á því að samskipti við erlend sendiráð færu fram í gegnum utanríkisráðuneytið.

„Ég hef átt fund með rikislögreglustjóra og farið þess á leit við hann að hann kanni hvort eitthvað sambærilegt hafi átt sér stað og ásakanir eru um erlendis," sagði Ögmundur. Hann ætlar að flytja þinginu upplýsingar um málið um leið og þær liggja fyrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×