Undrast yfirlýsingar þingmanna Vinstri grænna 26. júlí 2010 19:10 Þrír þingmenn Vinstri grænna lýstu því yfir um helgina að þeir ætli ekki að styðja ríkisstjórnina áfram takist ekki að ógilda kaup Magma Energy á HS Orku. Forystumenn stjórnarflokkanna funduðu um málið í stjórnarráðinu í dag og ræddu við fjölmiðlamenn á staðnum. Steingrímur J. Sigfússon telur að ríkisstjórnarsamstarfið sé ekki hættu vegna málsins. „Nei það tel ég ekki vera. Við ætlum að leysa þetta mál eins og önnur og erum að vinna í því og munum halda því áfram." Fimm manna ráðherranefnd ætlar að skoða málið á næstu dögum og kanna mögulegar lausnir. „Það er allavega ljóst að það þarf að breyta lögum, meðal ananrs lögum um erlendar fjárfestingu en ég ætla ekki að gefa upp um möguleika á öðrum lagabreytingum," segir Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra. Steingrímur J. segir málið margþætt.„Við erum að skoða bæði það sérstaklega en líka heildarsamhengið, lagaumhverfið á sviði orkumála hvernig við tryggjum opinbert eignarhald og almanahagsmuni í þessum málum almennt. Það er viðfangsefni þessarar ríkisstjórnar og hefur verið frá byrjun eins og lesa má um í stjórnarsáttmálanum." Þingflokkur samfylkingarinnar hittist á óformlegum fundi nú síðdegis en Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir nauðsynlegt að gera úttekt á lögmæti samningsins áður en til aðgerða er gripið. „Við höfum verið að skoða hvort að við getum haft aðkomu að þessu máli og þá er það með því að skoða sjálfstætt á vettvangi ríkisstjórnarinnar lögmæti þessa gjörnings. Og síðan lög um það að treysta betur í sessi opinbera eignaraðild að orkufyrirtækjum," segir Jóhanna og bætir við. „Síðan hugsanlega að fara í rannsókn á einkavæðingu HS orku allt frá 2007." En er Samfylkingin ekki orðin langþreytt á þessum óánægjuarmi Vinstri grænna? „Það er mjög erfitt við það að búa og óheppilegt þegar þingmenn eru með yfirlýsingar um það að ríkisstjórnin fari frá ef hitt og þetta gerist ekki . Menn eru í samvinnu saman og mig undrar sumar þessara yfirlýsingar vegna þess að það var ráðherranefnd í gangi og er til þess að útkljá þetta mál," segir Jóhanna en er ríkisstjórnarsamstarfið í hættu? „Nei, ég vona að við klárum þetta mál." Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Þrír þingmenn Vinstri grænna lýstu því yfir um helgina að þeir ætli ekki að styðja ríkisstjórnina áfram takist ekki að ógilda kaup Magma Energy á HS Orku. Forystumenn stjórnarflokkanna funduðu um málið í stjórnarráðinu í dag og ræddu við fjölmiðlamenn á staðnum. Steingrímur J. Sigfússon telur að ríkisstjórnarsamstarfið sé ekki hættu vegna málsins. „Nei það tel ég ekki vera. Við ætlum að leysa þetta mál eins og önnur og erum að vinna í því og munum halda því áfram." Fimm manna ráðherranefnd ætlar að skoða málið á næstu dögum og kanna mögulegar lausnir. „Það er allavega ljóst að það þarf að breyta lögum, meðal ananrs lögum um erlendar fjárfestingu en ég ætla ekki að gefa upp um möguleika á öðrum lagabreytingum," segir Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra. Steingrímur J. segir málið margþætt.„Við erum að skoða bæði það sérstaklega en líka heildarsamhengið, lagaumhverfið á sviði orkumála hvernig við tryggjum opinbert eignarhald og almanahagsmuni í þessum málum almennt. Það er viðfangsefni þessarar ríkisstjórnar og hefur verið frá byrjun eins og lesa má um í stjórnarsáttmálanum." Þingflokkur samfylkingarinnar hittist á óformlegum fundi nú síðdegis en Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir nauðsynlegt að gera úttekt á lögmæti samningsins áður en til aðgerða er gripið. „Við höfum verið að skoða hvort að við getum haft aðkomu að þessu máli og þá er það með því að skoða sjálfstætt á vettvangi ríkisstjórnarinnar lögmæti þessa gjörnings. Og síðan lög um það að treysta betur í sessi opinbera eignaraðild að orkufyrirtækjum," segir Jóhanna og bætir við. „Síðan hugsanlega að fara í rannsókn á einkavæðingu HS orku allt frá 2007." En er Samfylkingin ekki orðin langþreytt á þessum óánægjuarmi Vinstri grænna? „Það er mjög erfitt við það að búa og óheppilegt þegar þingmenn eru með yfirlýsingar um það að ríkisstjórnin fari frá ef hitt og þetta gerist ekki . Menn eru í samvinnu saman og mig undrar sumar þessara yfirlýsingar vegna þess að það var ráðherranefnd í gangi og er til þess að útkljá þetta mál," segir Jóhanna en er ríkisstjórnarsamstarfið í hættu? „Nei, ég vona að við klárum þetta mál."
Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira