Fótbolti

Mutu bjartsýnn á að sleppa við harða refsingu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Rúmeninn Adrian Mutu er enn eina ferðina í vandræðum eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Þrátt fyrir það er hann bjartsýnn á að fá væga refsingu.

Ítalska ólympíunefndin hefur sett Mutu í tímabundið keppnisbann en hann féll ekki á einu heldur tveimur lyfjaprófum.

Umboðsmaður Mutu trúir því að leikmaðurinn muni sleppa með þriggja mánaða bann en margir búast við því að hann fái mun harðari refsingu.

Hann féll einnig á lyfjaprófi er hann var hjá Chelsea en þá var hann að neyta kókaíns.

Chelsea rak hann frá félaginu og fór þess utan í skaðabótamál við leikmanninn sem félagið vann.

Mutu skuldar því Chelsea himinháar fjárhæðir sem hann stendur engan veginn undir í dag og mun alls ekki gera það ef hann missir vinnuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×