Innlent

Eldur í spennustöð hjá Fjarðaáli

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fjarðarál.
Fjarðarál.
Eldur kom upp í spennistöð álversins á Reyðarfirði rétt eftir klukkan fimm í dag eftir að sprenging varð í spennustöðinni. Álverið er rafmagnslaust. Erna Indriðadóttir, upplýsingafulltrúi Alcoa á Íslandi, segir að um töluverðan eld sé að ræða. „En það sem er mikilvægast er það að það slasaðist enginn í þessari sprengingu," segir Erna.

Erna segir að það sé alltaf alvarlegt þegar að álverið verði rafmagnslaust því að það geti frosið í kerum. Hins vegar geti álverið verið rafmagnslaust í fjóra til fimm klukkustundir án þess að tjón hljótist af. Ekki liggur enn fyrir hversu mikið tjón hefur hlotist af vegna eldsins sjálfs.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×