Fótbolti

Joachim Löw: Allt var gert til að vinna Íslendingana

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslensku strákarnir voru í miklu stuði í gær.
Íslensku strákarnir voru í miklu stuði í gær. Mynd/Anton
Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þjóðverja var í viðtali við Kicker þar sem hann var spurður út í stórt tap 21 árs landsliðs Þjóðverja á Íslandi í gær.

Tapið þýðir að Evrópumeistararnir munu ekki verja Evrópumeistaratitil sinn í Danmörku á næsta ári og missa þar að auki af Ólympíuleikunum í London 2012.

„Við erum öll mjög hissa og vonsvikinn með þessi úrslit. Við hittumst eftir nokkra daga og förum yfir landsliðsmálin. Þetta tap verður að sjálfsögðu á dagskránni hjá okkur," sagði Joachim Löw um úrslitin á Íslandi.

„Við gerðum allt til þess að vinna þennan leik á móti Íslandi því að öllu eðlilegu hefðu leikmenn eins og Großkreutz, Hummels og Höwedess verið að spila með A-landsliðinu þetta kvöld," sagði Joachim Löw.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×