Innlent

Eftirlitið framvegis hjá ríkinu

Hverfa á frá fyrirkomulagi sem var komið á 1993 og endurskoðað 1998. fréttablaðið/gva
Hverfa á frá fyrirkomulagi sem var komið á 1993 og endurskoðað 1998. fréttablaðið/gva

Matvælastofnun, MAST, mun ekki fela faggildum aðilum framkvæmd eftirlits með sjávarútvegsfyrirtækjum frá og með 1. mars 2011. Eftirlitið verður eftir þann tíma ríkisrekið. Þetta gengur þvert á vilja Landssambands íslenskra útvegsmanna, Samtaka fiskvinnslufyrirtækja og Samtaka atvinnulífsins og gegn tilmælum sjávar­útvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis.

Allt frá því að fyrsta matvælafrumvarpið var lagt fram á Alþingi vorið 2008 hafa samtökin lagt til að núverandi fyrirkomulag haldi sér. Í reglum ESB er heimildarákvæði um að stjórnvöldum sé heimilt að framselja framkvæmd eftirlitsins til faggilts aðila, en ágreiningur hefur verið um túlkun reglna ESB að þessu leyti.

„Það er álit okkar að í öllu falli hafi MAST verið heimilt að gera samninga við skoðunarstofurnar um að þær gegndu sínu hlutverki áfram í umboði MAST. Sjónarmiðum okkar hefur ítrekað verið komið á framfæri við meðferð málsins, bæði í meðförum Alþingis og í samskiptum við stjórnsýsluna. Ákvörðun MAST um [að] taka alfarið yfir eftirlitið eru því ákveðin vonbrigði,“ segir Friðrik Friðriksson lögfræðingur á heimasíðu LÍÚ.

Árið 1998 var gerð krafa um faggildingu skoðunar­stofanna. Henni er ætlað að tryggja hlutleysi og hæfni skoðunaraðilans. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×