Innlent

Frægur úraframleiðandi sækir innblástur í Eyjafjallajökul

Glæsilegt úr.
Glæsilegt úr.

Úraframleiðandinn heimsfrægi, Romain Jerome, hefur nýtt sér innblástur eldgossins í Eyjafjallajökli og kynnir nú nýtt úr gosinu til heiðurs.

Það heitir Eyjafjallajökull DNA en nafn jökulsins er inn í úrinu. Þá er úrið meðal annars smíðað úr raunverulegu hrauni og ösku. Kaupandinn fær sérstakt vottorð um að gripurinn sé sannarlega smíðaður úr eldheitu hrauni Eyjafjallajökuls.

Þá segir í kynningu á úrinu að Eyjafjallajökull sé tilfinningaþrungin áminning um virkni jarðar og áhrif hennar á umhverfi sitt. Það sé andrúmsloftið sem framleiðandinn vilji fanga.

Fyrir þá sem vilja festa kaup á úrinu þá kostar það litlar 24 þúsund dollara, eða tæpar þrjár milljónir króna. Úrin eru smíðuð í takmörkuðu upplagi, en eingöngu 99 úr voru framleidd í heiminum. Því má gera ráð fyrir því að þau verði uppseld bráðlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×