Enski boltinn

Eiður Smári var keyptur til Stoke fyrir tvær milljónir punda

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen var keyptur frá Monaco til Stoke. Kaupverðið er sagt vera 1,5 til 2 milljónir punda, eða um 372 milljónir íslenskra króna.

Hann fékkst fyrir litla upphæð þar sem samningur hans var að renna út. Eiður gæti spilað sinn fyrsta leik 13. september gegn Aston Villa.

„Að Eiður sé kominn endanlega til okkar en ekki að láni gerir þetta enn betra fyrir félagið," sagði Tony Pulis, stjóri Stoke.

„Hann dauðlangaði að koma aftur í úrvalsdeildina. Hann fær nú tólf daga til að gera sig kláran fyrir fyrsta leikinn," sagði Pulis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×