Innlent

Ekki lægri í næstum sjö ár

Eftirspurnin lítil Hjöðnun verðbólgu endurspeglar stöðnun hagkerfisins, að mati greiningar Arion banka.Fréttablaðið/Hari
Eftirspurnin lítil Hjöðnun verðbólgu endurspeglar stöðnun hagkerfisins, að mati greiningar Arion banka.Fréttablaðið/Hari
Vísitala neysluverðs stóð svo til í stað á milli mánaða, hækkaði um 0,05 prósent, og mælist verðbólga nú 2,6 prósent, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar.

Greiningaraðilar benda á að verðbólgumarkmið Seðlabankans sé 2,5 prósent og því sé nánast náð. Slíkt hefur ekki sést síðan við upphaf árs 2004, eða í tæp sjö ár.

Greining Arion banka segir að sé horft sé framhjá skattahækkun og gjaldskrárhækkun Orkuveitu Reykjavíkur sem sé utan mælingarinnar nú sé leiðrétt verðbólga í raun komin niður í 1,9 prósent.

Bæði greining Arion banka og Íslandsbanka telja verðbólgutölurnar auka líkur á að stýrivextir verði lækkaðir í næsta mánuði. Líklegt sé að verðbólga verði öðru hvoru megin við 2,5 prósenta verðbólgumarkmið Seðlabankans um áramótin og verði áfram á því róli næsta ár.- jab



Fleiri fréttir

Sjá meira


×