Innlent

Nær helmingur unglinga hafa drukkið landa

Nær helmingur eða 43 prósent unglinga á aldrinum 16 til 19 ára hafa neytt sterks heimabruggaðs áfengis, eða landa, á síðustu 12 mánuðum, samkvæmt nýlegri könnun sem Capacent gerði fyrir Félag atvinnurekenda, og Fréttablaðið greinir frá.

Alls hafa þrír af hverjum fjórum unglingum neytt eða orðið varir við slíka neyslu. Í heildina hafa tæp 40 prósent landsmanna annað hvort neytt heiambruggs, eða orðið vör við það.

Verulegur samdráttur hefur orðið í sölu ÁTVR eftir hrunið og síðan eftir að áfengisgjald var hækkað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×