Innlent

Kynningarkostnaður vegna Þjóðfundar um 8 milljónir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þjóðfundur þótti heppnast vel um helgina. Mynd/ Pjetur.
Þjóðfundur þótti heppnast vel um helgina. Mynd/ Pjetur.
Kynningar- og auglýsingakostnaður vegna Þjóðfundarins nam rúmum átta milljónum króna. Inni í þessu er kostnaður við vefsíðugerð og umsjón vefsíðunnar auk kostnaðar vegna borgarafunda sem haldnir voru. Þetta kemur fram í sundurliðaðri kostnaðaráætlun sem birt er á vefsíðu Þjóðfundar. Eins og fram kom í umræðum á Alþingi í gær var gert ráð fyrir að heildarkostnaður vegna Þjóðfundarins sé rétt undir 92 milljónum króna.

Á vefsíðu Þjóðfundarins er tekið fram að þar sem fundinum sé rétt nýlokið hafi endanlegt uppgjör ekki enn farið fram og muni það ekki liggja fyrir fyrr en í byrjun desember. Allar líkur séu á að heildarkostnaðurinn verði eitthvað undir áætlun.

Þótt auglýsingakostnaðurinn sé um átta milljónir króna er stærsti kostnaðarliðurinn laun Þjóðfundarfulltrúa en þau nema 17.5 milljónum króna. Þá nemur ferðakostnaður vegna fulltrúa utan höfuðborgarsvæðisins og dvalarkostnaður vegna fulltrúa utan höfuðborgarsvæðisins samtals 16,5 milljónum króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×