Innlent

Jón Gnarr: Vonin er eins og folald bak við skítinn

Jón Gnarr borgarstjóri er þrettándi vonarberinn í jóladagatali Þjóðkirkjunnar. „Að vænta vonar" er yfirskrift dagatalsins þar sem einn vonarberi mætir til leiks á hverjum degi fram að jólum.

Jón segir vonina vera hluta af því að vera manneskja. Hann grípur til heldur frumlegrar líkingar í myndbandi sem unnið var fyrir Þjóðkirkjuna um vonina.

„Fyrir mér er hún sérstaklega dýrmæt í erfiðleikum og þá upplifi ég að maður sé kannski bara endalaust að moka hrossaskít." Þegar vonin er annars vegar er hægt að búast við að finna lítið foland eftir allan moksturinn, segir Jón þegar hann útskýrir vonina á sinn einstaka hátt.

Myndbandið má sjá í heild sinni með því að smella á tengilinn hér að ofan.

Fyrsti glugginn í dagatalinu var opnaður á miðnætti 1. desember og einn gluggi bætist við á dag fram að jólum.

„Vonarberarnir koma víða að, þau deila reynslu sinni með áhorfendum og segja í stuttu máli hvernig aðventan vekur þau til umhugsunar um vonina í lífinu," segir á vef kirkjunnar.

Hægt er að horfa á myndbönd með öðrum vonarberum með því að smella hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×