Erlent

Enginn lifði af flugslys í Pakistan

Allir 22 um borð fórust þegar lítil leiguflugvél hrapaði til jarðar í Pakistan aðeins mínútu eftir flugtak frá hafnarborginni Karachi í gærkvöldi.

Flugmaðurinn tilkynnti um vélarbilun eftir flugtakið og bað um heimild til að snúa við en síðan heyrðist ekki meir frá honum.

Samkvæmt frétt á CNN er búið að finna lík 12 þeirra sem voru um borð en þau eru svo illa brunnin að nær ómögulegt er að bera kennsl á þau.

Farþegarnir voru starfsmenn olíufélags á leið til olíuvinnslusvæðisins Bith Shah í Sindh héraði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×