Innlent

Leggja skatt á ferðamenn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fólk sem gistir í tjaldi mun ekki þurfa að greiða skatt. Mynd/ Stefán.
Fólk sem gistir í tjaldi mun ekki þurfa að greiða skatt. Mynd/ Stefán.
Fjármálaráðherra lagði í dag fram frumvarp á Alþingi um farþegagjald og gistináttagjald sem innheimt verður af ferðamönnum á Íslandi, bæði innlendum og erlendum.

Í greinagerð með frumvarpinu kemur fram að markmið laganna sé að afla tekna til að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun fjölsóttra ferðamannastaða, friðlýstra svæða og þjóðgarða. Jafnframt að afla tekna til þess að tryggja öryggi ferðamanna og vernda náttúru landsins.

Samkvæmt frumvarpinu verður ferðaþjónustuaðilum gert að greiða í ríkissjóð farþegagjald fyrir hvern farþega um borð í flugförum og farþegaskipum og fer upphæðin eftir því hversu langt að menn koma, en gjaldið er á bilinu 65-390 krónur.

Þá mun ríkissjóður innheimta 100 króna gjald fyrir hverja gistinótt á hótelum, en 50 krónur fyrir hverja gistinótt á annars konar gististöðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×