Innlent

Jón Gnarr tekur við Oslóartrénu í dag

Ljósin verða tendruð á Oslóartrénu á Austurvelli í dag. Tæp sextíu ár eru síðan Norðmenn færðu Íslendingum í fyrsta sinn grenitré að gjöf til að skreyta Reykjavík.

Tréð í ár var höggvið við hátíðlega athöfn í Aurtjørn í Nordmarka að viðstöddum sendiherra Íslands og borgarstjóra Oslóar.

Í mörg ár hefur verið til siðs að halda upp á þessa vinargjöf með hátíðlegum söng og skemmtilegum uppákomum og í ár er engin undantekning þar á.

Dagskráin hefst klukkan hálf fjögur. Hálftíma síðar tekur Jón Gnarr borgarstjóri við trénu og hin 11 ára norsk-íslenska Embla Gabríela Børgesdóttir Wigum fær þann heiður að tendra ljósin á trénu góða.

Þegar þau hafa verið kveikt á jólatrénu og Austurvöllur er kominn í jólabúning birtast góðir gestir á sviðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×