Erlent

Qantas telur að hönnunargalli hafi valdið vélarbilun

Talsmenn Qantas flugfélagsins í Ástralíu segja að vélarbilun vegna hönnunargalla hafi líklega valdið því að breiðþota af gerðinni Airbus 380 nauðlenti í Singapore í gær eftir að einn hreyfill þotunnar sprakk skömmu eftir flugtak.

Flugfélagið hefur kyrrsett allar Airbus 380 vélar sínar meðan rannsókn stendur yfir. Hreyfill er af gerðinni Rolls Royce Trent 900. Framleiðandinn segir að þeir séu nú að yfirfara þessa hreyfla í öllum þotum sem nota þá en þær þotur eru í notkun hjá Qantas, Singapore Air og Lufthansa.

Airbus 380 þotur hjá Air France og Emirates nota hinsvegar aðra gerð af hreyflum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×