Zlatan Ibrahimovic átti ekki skap saman við Pep Guardiola þegar hann var í herbúðum Barcelona og entist spænski landsliðsframherjinn því bara í eitt tímabil hjá spænsku meisturunum. Síðan að Zlatan fór til AC Milan hefur hann nokkrum sinnum tjáð sig um fyrrum þjálfara sinn og þar á meðal í nýju viðtali í ítalska blaðinu La Gazzetta dello Sport.
Zlatan bar þar meðal annars saman Guardiola og golfarann Tiger Woods en sænski framherjinn heldur því fram að enginn geti verið svona fullkominn eins og Guardiola lítur út fyrir að vera. Hann kom með sem dæmi hvernig menn litu á Tiger Woods áður en svæsið einkalíf hans komst í fjölmiðlanna.
„Fyrir utanaðkomandi þá er eins og Guardiola sé fullkominn. Líkt og við sáum með Tiger Woods þá er enginn fullkominn," sagði Zlatan Ibrahimovic við La Gazzetta dello Sport.
„Hann er frábært þjálfari en hann er með alltof litla reynslu. Hann er of ungur til þess að ráða við það að þjálfa 22 stjörnuleikmenn með mismunandi persónuleika," sagði Ibrahimovic sem gerði einnig lítið úr titlinum sem Guardiola er búinn að vinna.
„Það er ekki erfitt að vinna titla með Barcelona. Hver gæti ekki unnið með svona lið?," spyr sænski landsliðsframherjinn Zlatan Ibrahimovic.
Zlatan líkir Guardiola við Tiger Woods
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Sjötíu ára titlaþurrð á enda
Enski boltinn


United nálgast efri hlutann
Enski boltinn

Merino aftur hetja Arsenal
Enski boltinn

Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær
Enski boltinn

Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ
Körfubolti

Haaland sló enn eitt metið í gær
Fótbolti

Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham
Enski boltinn

