Innlent

Óska eftir fundi vegna Sjóvá sölunnar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigurður Kári Kristjánsson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Sigurður Kári Kristjánsson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í viðskiptanefnd, þeir Sigurður Kári Kristjánsson og Guðlaugur Þór Þórðarson, hafa óskað eftir því að boðað verði til fundar í viðskiptanefnd þar sem farið verði yfir söluferlið á tryggingafélaginu Sjóvá sem nú hefur siglt í strand.

Hafa þingmennirnir óskað að á fund nefndarinnar verði boðaðir Már Guðmundsson seðlabankastjóri, Haukur C. Benediktsson, framkvæmdastjóri Eignarhaldsfélags Seðlabankans, og fulltrúar hóps fjárfesta undir forystu Heiðars Más Guðjónssonar hagfræðings.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×