Eiginkonan handtekin Guðsteinn Bjarnason skrifar 11. október 2010 03:15 Innan veggja þessa fangelsis dvelst friðarverðlaunahafi Nóbels, Liu Xiaobo, og hefur afplánað tæp tvö ár af ellefu ára fangelsisdómi. fréttablaðið/AP Kína Liu Xia, eiginkona Liu Xiaobo, var augljóslega höfð í haldi í íbúð sinni í Peking í gær, eftir að hún hafði hitt eiginmann sinn í fangelsi. Hún fær hvorki að hitta fjölmiðlafólk né vini sína. Fréttir bárust af því að tugir menntamanna hefðu einnig verið settir í stofufangelsi eða orðið fyrir öðru áreiti af hálfu stjórnvalda um helgina, eftir að ljóst varð að Liu Xiaobo fengi Nóbelsverðlaunin. Liu Xia segir að eiginmaður sinn hafi þegar verið búinn að fá fréttir af ákvörðun norsku Nóbelsnefndarinnar þegar hún kom til hans í fangelsið. „Bræður, ég er komin til baka,“ skrifaði Liu Xia á Twitter-síðu sína í gær. „Hitti Xiaobo. Hann fékk fréttina af verðlaununum í fangelsinu aðfaranótt hins niunda.“ Wang Jinbo, nánur vinur þeirra og félagi þeirra í andspyrnunni, staðfesti frásögn hennar á Twitter. Hann fullyrðir að Liu Xiaobo hafi sagt eiginkonu sinni, með tárin í augunum, að hann tileinkaði Nóbelsverðlaun sín þeim sem létu lífið þegar kínversk stjórnvöld siguðu hernum á Torg hins himneska friðar hinn 4. júní 1989, þar sem fjölmennur hópur ungs fólks krafðist lýðræðisumbóta. Liu Xia reyndi strax á föstudag, eftir að norska Nóbelsnefndin skýrði frá ákvörðun sinni, að fá að heimsækja eiginmann sinn í Jinzhou-fangelsinu í Liaoning-héraði, sem er í fimm hundruð kílómetra fjarlægð norður af höfuðborginni Peking, þar sem hún býr. Hún fékk þó ekki að hitta hann fyrr en í gær. Kínversk stjórnvöld brugðust ókvæða við þegar norska Nóbelsnefndin skýrði frá ákvörðun sinni. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína sagði ákvörðunina Nóbelsnefndinni til skammar og hótaði því að samskiptin við Noreg myndu versna. Nóbelsverðlaun Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Kína Liu Xia, eiginkona Liu Xiaobo, var augljóslega höfð í haldi í íbúð sinni í Peking í gær, eftir að hún hafði hitt eiginmann sinn í fangelsi. Hún fær hvorki að hitta fjölmiðlafólk né vini sína. Fréttir bárust af því að tugir menntamanna hefðu einnig verið settir í stofufangelsi eða orðið fyrir öðru áreiti af hálfu stjórnvalda um helgina, eftir að ljóst varð að Liu Xiaobo fengi Nóbelsverðlaunin. Liu Xia segir að eiginmaður sinn hafi þegar verið búinn að fá fréttir af ákvörðun norsku Nóbelsnefndarinnar þegar hún kom til hans í fangelsið. „Bræður, ég er komin til baka,“ skrifaði Liu Xia á Twitter-síðu sína í gær. „Hitti Xiaobo. Hann fékk fréttina af verðlaununum í fangelsinu aðfaranótt hins niunda.“ Wang Jinbo, nánur vinur þeirra og félagi þeirra í andspyrnunni, staðfesti frásögn hennar á Twitter. Hann fullyrðir að Liu Xiaobo hafi sagt eiginkonu sinni, með tárin í augunum, að hann tileinkaði Nóbelsverðlaun sín þeim sem létu lífið þegar kínversk stjórnvöld siguðu hernum á Torg hins himneska friðar hinn 4. júní 1989, þar sem fjölmennur hópur ungs fólks krafðist lýðræðisumbóta. Liu Xia reyndi strax á föstudag, eftir að norska Nóbelsnefndin skýrði frá ákvörðun sinni, að fá að heimsækja eiginmann sinn í Jinzhou-fangelsinu í Liaoning-héraði, sem er í fimm hundruð kílómetra fjarlægð norður af höfuðborginni Peking, þar sem hún býr. Hún fékk þó ekki að hitta hann fyrr en í gær. Kínversk stjórnvöld brugðust ókvæða við þegar norska Nóbelsnefndin skýrði frá ákvörðun sinni. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína sagði ákvörðunina Nóbelsnefndinni til skammar og hótaði því að samskiptin við Noreg myndu versna.
Nóbelsverðlaun Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira