Innlent

Fjöldi fólks vitjar leiða látinna ættingja

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það eru mörg leiði ljósaskreytt í kirkjugörðunum í dag. Mynd/ Vilhelm.
Það eru mörg leiði ljósaskreytt í kirkjugörðunum í dag. Mynd/ Vilhelm.
Búast má við því að fjöldi fólks vitji leiða látinna ættingja í kirkjugörðum í dag, venju samkvæmt.

Þorgeir Adamsson, garðyrkjustjóri hjá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastdæma, segir að garðarnir verði opnir gangandi vegfarendum allan sólarhringinn yfir jólin.

Starfsmenn í Fossvogskirkjugarði munu leiðbeina fólki um garðinn milli klukkan níu og fimmtán í dag, en garðurinn verður lokaður fyrir bílaumferð á sama tíma. Þorgeir segir að ágætis göngufæri sé um garðinn.

Gera má ráð fyrir að mikil umferð verði að görðunum yfir miðjan daginn í dag og mun lögreglan stjórna umferð við Fossvogskirkjugarð og Gufuneskirkjugarð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×