Erlent

S-Kórea: Varnarmálaráðherrann segir af sér

MYND/AP

Varnarmálaráðherra Suður-Kóreu sagði af sér í dag en hann hefur setið undir gagnrýni um að hafa ekki brugðist nægilega hart við því þegar Norður-Kóreumenn hófu stórskotaliðsárás á eyju sem tilheyrir Suður-Kóreu. Forseti landsins ætlar að tilkynna um arftaka ráðherrans á morgun.

Tveir óbreyttir borgarar fórust í árásinni og tveir hermenn féllu einnig. Suður-Kóreumenn hafa fjölgað í herliði sínu á eyjunni og nærliggjandi eyjum og hafa lofað harðari viðbrögðum við frekari árásum frá nágrönnum þeirra í norðri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×