Erlent

Dalai Lama hittir forseta Bandaríkjanna í dag

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Dalai Lama hittir forseta Bandaríkjanna í dag. Mynd/ AFP.
Dalai Lama hittir forseta Bandaríkjanna í dag. Mynd/ AFP.
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hittir í dag Dalai Lama andlegan leiðtoga Tíbeta. Hvíta húsið sendi út fréttatilkynningu um fundinn í gær, en Dalai Lama yfirgefur Bandaríkin í dag eftir 11 daga dvöl í Washington. Hvíta húsið segir að Fundur Obama og Dalai Lama sýni stuðning forsetans við málstað Tíbeta, en þeir berjast sem kunnugt er, fyrir sjálfstæði frá Kína. Dalai Lama hefur verið í útlegð frá heimalandi sínu frá árinu 1959 vegna baráttu sinnar fyrir málstaðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×