Halldór og Eiki stofna snjóbrettafyrirtæki 28. janúar 2011 21:30 Halldór Helgason keppir á X Games í annað sinn um helgina. Snjóbrettaíþróttin er hans aðalstarf en hann og Eiríkur bróðir hans hafa stofnað fyrirtækið Lobster og hanna snjóbretti undir því nafni. „Þetta er mjög þægileg vinna, maður þarf bara að vera á snjóbretti eins mikið og maður getur, filma og keppa og taka ljósmyndir. Þetta er samt alls ekki létt vinna, maður ferðast mikið og þegar verið er að taka myndir tekur það yfirleitt fimm tíma," segir Halldór Helgason sem hefur snjóbrettaiðkun að atvinnu og hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína á ýmsum mótum, meðal annars X Games í fyrra. Hann byrjaði ungur að renna sér á snjóbretti. „Ég var níu ára og fékk áhugann frá Eiríki bróður mínum. Ég var á snjóbretti á hverjum einasta degi heima á Akureyri, á handriðum niðri í bæ eða að leika mér í Hlíðarfjalli," segir Halldór sem hélt utan til Svíþjóðar árið 2008, þá 17 ára gamall, til að fara í snjóbrettaskóla. „Það hjálpaði mér mest af öllu," segir hann. En hvernig er hægt að lifa af snjóbrettaíþróttinni? „Maður fær borgað frá sponsornum sínum. Maður fær borguð mánaðarlaun, fær öll föt frítt, ferðast frítt og fær allt sem tengist snjóbrettunum frítt. Á sumrin getur maður svo bara slappað af og verið á hjólabretti. Ég hef því yfir litlu að kvarta," segir hann glettinn. Halldór og Eiríkur bróðir hans fylgjast jafnan að og halda úti vefsíðunni www.helgasons.com þar sem þeir sýna myndbönd og segja fréttir af sér. Nýjasta uppátæki þeirra bræðra er að stofna fyrirtæki. „Já, það er snjóbrettafyrirtæki sem heitir Lobster," segir Halldór en fleira hafa þeir á prjónunum. „Við erum líka með beltafyrirtæki sem heitir 7-9-13 og hjálpum líka mikið með húfufyrirtækið Hoppipolla," segir hann. „Þetta er allt að byrja svo er bara að sjá hvað gerist." Halldór segist yfirleitt taka þátt í um fjórum stórum keppnum á hverju ári. „Ég reyni þó að gera ekki of mikið af því. Mér finnst mun skemmtilegra að mynda," segir hann enda skiptir það miklu að hafa yfir góðum myndum að ráða til að komast áfram í snjóbrettaheiminum. Halldór er að fara að keppa í annað sinn á X Games í Aspen um helgina en hann stóð sig vel á keppninni í fyrra. „Þá byrjaði ég með að vinna byrjunarkeppnina fyrir Slopestyle. Svo endaði ég með að vinna Big air sem ég bjóst engan vegin við. Í úrslitunum í Slopestyle lenti ég hins vegar ekki nógu vel," segir Halldór sem hlakkar til að taka þátt í keppninni um helgina. „Ég hef bara sama plan og á öðrum mótum að reyna að gera mitt besta og sjá hvað gerist. Kannski á ég góðan dag og kannski ekki."- sg Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Halldór Helgason keppir á X Games í annað sinn um helgina. Snjóbrettaíþróttin er hans aðalstarf en hann og Eiríkur bróðir hans hafa stofnað fyrirtækið Lobster og hanna snjóbretti undir því nafni. „Þetta er mjög þægileg vinna, maður þarf bara að vera á snjóbretti eins mikið og maður getur, filma og keppa og taka ljósmyndir. Þetta er samt alls ekki létt vinna, maður ferðast mikið og þegar verið er að taka myndir tekur það yfirleitt fimm tíma," segir Halldór Helgason sem hefur snjóbrettaiðkun að atvinnu og hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína á ýmsum mótum, meðal annars X Games í fyrra. Hann byrjaði ungur að renna sér á snjóbretti. „Ég var níu ára og fékk áhugann frá Eiríki bróður mínum. Ég var á snjóbretti á hverjum einasta degi heima á Akureyri, á handriðum niðri í bæ eða að leika mér í Hlíðarfjalli," segir Halldór sem hélt utan til Svíþjóðar árið 2008, þá 17 ára gamall, til að fara í snjóbrettaskóla. „Það hjálpaði mér mest af öllu," segir hann. En hvernig er hægt að lifa af snjóbrettaíþróttinni? „Maður fær borgað frá sponsornum sínum. Maður fær borguð mánaðarlaun, fær öll föt frítt, ferðast frítt og fær allt sem tengist snjóbrettunum frítt. Á sumrin getur maður svo bara slappað af og verið á hjólabretti. Ég hef því yfir litlu að kvarta," segir hann glettinn. Halldór og Eiríkur bróðir hans fylgjast jafnan að og halda úti vefsíðunni www.helgasons.com þar sem þeir sýna myndbönd og segja fréttir af sér. Nýjasta uppátæki þeirra bræðra er að stofna fyrirtæki. „Já, það er snjóbrettafyrirtæki sem heitir Lobster," segir Halldór en fleira hafa þeir á prjónunum. „Við erum líka með beltafyrirtæki sem heitir 7-9-13 og hjálpum líka mikið með húfufyrirtækið Hoppipolla," segir hann. „Þetta er allt að byrja svo er bara að sjá hvað gerist." Halldór segist yfirleitt taka þátt í um fjórum stórum keppnum á hverju ári. „Ég reyni þó að gera ekki of mikið af því. Mér finnst mun skemmtilegra að mynda," segir hann enda skiptir það miklu að hafa yfir góðum myndum að ráða til að komast áfram í snjóbrettaheiminum. Halldór er að fara að keppa í annað sinn á X Games í Aspen um helgina en hann stóð sig vel á keppninni í fyrra. „Þá byrjaði ég með að vinna byrjunarkeppnina fyrir Slopestyle. Svo endaði ég með að vinna Big air sem ég bjóst engan vegin við. Í úrslitunum í Slopestyle lenti ég hins vegar ekki nógu vel," segir Halldór sem hlakkar til að taka þátt í keppninni um helgina. „Ég hef bara sama plan og á öðrum mótum að reyna að gera mitt besta og sjá hvað gerist. Kannski á ég góðan dag og kannski ekki."- sg
Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira