Innlent

Segir íhaldið hrætt við auðlindaákvæði

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði í lokaræðu sinni á Alþingi í kvöld að íhaldið væri „skíthrætt" við að komið yrði á ákvæði í stjórnarskrá um að auðlindirnar eigi að vera í þjóðareign. Það væri dapurlegt að það hlakki í stjórnarandstöðunni vegna ákvörðun Hæstaréttar.

Jóhanna varði stjórnlagaþingið af krafti á Alþingi í dag og sagði stjórnlagaþingið hafa verið sett á laggirnar vegna þess að þingið hefði gefist upp við að breyta stjórnarskránni. Þinginu hafi á nokkrum áratugum, oft undir forrystu íhaldsins, ekki tekist að koma á breytingum á stjórnarskránni.

Stjórnarandstaðan hvatti Jóhönnu til að íhuga stöðu sína í dag en Jóhanna sagði fráleitt að vísa ábyrgðinni á hendur henni og ríkisstjórnin. Upphaflegt frumvarp ríkisstjórnarinnar, sem unnið hafi verið með þeim sem nú gagnrýni sem hæst, hafi ekki verið gagnrýnt af Hæstarétti.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×