Innlent

Vega upp minnkandi akstur með auknum álögum

Jóhanna Margrét Gísladóttir. skrifar

Olíufélögin hafa hækkað álagningu sína um ríflega fjórar krónur á þessu ári miðað við meðalálagningu á síðasta ári. Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB segir olíufélögin og ríkið reyna að bæta upp fyrir minni akstur með auknum álögum

Olíufélögin hafa undanfarinn sólarhring hækkað verð á bensínlítranum um fimm krónur og dísilolíuna um fjórar og fimmtíu. Almennt verð á bensíni í sjálfsafgreiðslu er þar með komið í tæpar 218 krónur á lítrann eða um það bil 12 krónum hærra en að meðaltali í desember og hefur aldrei verið jafn hátt.

Hækkunin var skýrð með því að seinni hluti skattahækkana hins opinbera frá áramótum séu nú að koma inn í verðið með nýjum förmum, heimsmarkaðsverð fari hækkandi og gengi krónunnar gagnvart dollar fari lækkandi, en olíuviðskiptin eru í dollurum.

Hins vegar ef nánar er að gáð stendur dollar í um það bil sama gildi og hann gerði fyrir mánuði síðan, heimsmarkaðsverð á olíu getur aðeins útskýrt um 2 krónu hækkun á árinu og skattahækkanir eru um 5 krónur.

Hversu mikið hefur þá álagning olíufélaganna hækkað?










Fleiri fréttir

Sjá meira


×