Innlent

Fjölmörg innbrot og þjófnaðir upplýstir á Austurlandi

Lögreglan á Eskifirði handtók í gær nokkra aðila í tengslum við rannsóknir innbrota og þjófnaða, sem framin hafa verið í umdæminu og víðar undanfarnar vikur.

Um er að ræða innbrot og þjófnað í Hotel Capitano í Neskaupstað, í lóðsbátinn Vött á Reyðarfirði, í skemmu skógræktar ríkisins á Hallormsstað, í vörugám á Egilsstöðum. Þá var stolið frá Gámafélaginu á Reyðarfirði. Að auki var brotist inn og stolið úr sumarbústað í landi Úlfsstaða. Svo var gerð tilraun til innbrots í annan sumarbústað á sama stað.

Að endingu var stolið vörum og kortaveski frá viðskiptavini í Krónunni á Reyðarfirði auk þess sem viðkomandi misnotaði viðskiptakort olíufélags.

Málin teljast upplýst og hefur hinum handteknu verið sleppt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×