Innlent

Illugi: „Miklir menn eru þeir þremenningar“

Boði Logason skrifar
Illugi Jökulsson náði kjöri á stjórnlagaþingið.
Illugi Jökulsson náði kjöri á stjórnlagaþingið.
Illugi Jökulsson sem náði kjöri á stjórnlagaþing segir að þremenningarnir sem kærðu framkvæmd kosninganna til stjórnlagaþings séu „miklir menn." Þetta kemur fram á Facebook-síðu hans.

Þeir Óðinn Sigþórsson, Skafti Harðarson og Þorgrímur S. Þorgrímsson, kærðu framkvæmd kosninganna til stjórnlagaþings og úrskurðaði Hæstiréttur í dag að kosningin sé ógild.

Illugi Jökulsson setti í „status" hjá sér þegar úrskurður Hæstaréttar lá fyrir:

„Óska þeim hjartanlega til hamingju sem vilja engar breytingar á íslensku samfélagi, nema samkvæmt forsjá stjórnmálaflokkanna. Þeir hljóta að þakka nú þeim hugdjörfu hetjum sem kærðu stjórnlagaþingskosninguna. Miklir menn eru þeir þremenningar. Sjálfum finnst mér verst að fá ekki tækifæri til að kalla mig senatór ..."

Síðar í athugasemdum við „statusinum“ segir Illugi að kosningin sé alvarlegt klúður. „Burtséð frá því hvað þeim gekk til sem kærðu kosninguna, og jafnvel burtséð frá hæstaréttardómurunum, þá er þetta náttúrlega alvarlegt klúður. Þá helst, að þeir sem ábyrgð báru á kosningunni skyldu ekki ganga 100 prósent úr skugga um að öngvir hnökrar væru á.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×