Erlent

Aguilera klúðraði þjóðsöngnum á Super Bowl

Söngkonan Christina Aguilera hefur beðist afsökunar á frammistöðu sinni á Super Bowl þar sem hún klúðraði bandaríska þjóðsöngnum. Super Bowl er sá íþróttaviðburður sem hvað flestir Bandaríkjamenn fylgjast með en söngur Christinu þótti tilgerðarlegur á köflum auk þess sem hún gleymdi textanum.

Christina hefur mikla reynslu í að syngja opinberlega og því vakti það nokkra furðu hversu illa hún stóð sig.

Þegar hún átti að syngja línuna „O'er the ramparts we watched, were so gallantly streaming?" endurtók hún þess í stað línu frá því fyrr í söngnum; „What so proudly we watched at the twilight's last gleaming," nema hvað að í rétta textanum segir „hailed" en ekki „watched."

Allt varð vitlaust á samskiptasíðum á borð við Facebook og Twitter í kjölfar söngsins og sá Christina þann kost vænstan að biðjast afsökunar. Hún segir tilfinningahita hafa náð tökum á sér og vonast til að fólk hafi fundið fyrir hlýju hennar í garð þjóðar sinnar.

Upptöku af söng Christinu má sjá með því að smella á myndbrotið hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×