Umfjöllun: Blikar sigruðu Rosenborg og féllu úr leik með sæmd Stefán Árni Pálsson á Kópavogsvelli skrifar 20. júlí 2011 17:45 Dylan Macallister átti flottan leik. Mynd/Stefán Breiðablik vann sinn fyrsta leik í Evrópukeppni gegn norska liðinu, Rosenborg, 2-0, í síðari leik liðina í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Rosenborg vann fyrri leikinn 5-0 og því fara Norðmennirnir áfram í þriðju umferð. Gríðarlegur munur var á leik Blika í gær og það sem fótboltaáhugamenn hafa séð frá liðinu að undanförnu og líklega einn besti leikur Breiðabliks í sumar. Dylan McAllister og Kristinn Steindórsson gerðu mörk Blika í kvöld. Blikar byrjuðu leikinn vel og virkuðu afslappaðir og rólegir í öllum sínum aðgerðum. Arnór Sveinn Aðalsteinsson var kominn í miðvörðinn og Jökull Elísabetarson var settur í hægri bakvörðinn þar sem Arnór hefur verið í sumar. Finnur Ingi Margeirsson spilaði því á miðjunni þar sem honum líður best. Það sást strax að vörnin var öruggari og þetta nýja leikskipulag Ólafs Kristjánssonar, þjálfara liðsins, var að virka. Rosenborg fengu nokkur færi í fyrri hálfleiknum en náði ekki almennilega að setja mark sitt á leikinn. Breiðablik sýndi fínan sóknarleik fyrsta hálftímann af leiknum og náðu oft á tíðum að opna vörn Rosenborg upp á gátt. Heimamenn náðu að komast yfir eftir tæplega hálftíma leik þegar Dylan McAllister skoraði fyrsta mark leiksins. Kristinn Jónsson átti frábæra stungusendingu inn í teiginn á Dylan sem tók vel á móti boltanum og stýrði honum í fjærhornið. Sanngjörn staða en Blikar höfðu verið betri aðilinn fram að markinu. Staðan hélst óbreytt út hálfleikinn. Síðari hálfleikurinn var töluvert rólegri og liðin átti erfitt með að skapa sér hættuleg marktækifæri. Blikar misstu aldrei einbeitingu og stóðust vel þau áhlaup sem Rosenborg kom með í síðari hálfleik. Varnarleikur Breiðabliks var allt annar í kvöld en knattspyrnuáhugamenn hafa séð í sumar en mikil róg og yfirvegun einkenndi drengina sem voru aftastir. Dylan McAllister var frábær í liði Breiðabliks og spilið virtist fara mikið í gegnum lappirnar á honum, en Ástralinn getur haldið boltanum vel og skilað honum frá sér á kjörstað. Þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum gerðu Blikar útum leikinn og skoruðu annað mark leiksins. Dylan McAllister fékk boltann rétt fyrir utan vítateig Rosenborg og renndi honum snyrtilega á Kristinn Steindórsson. Fyrsta snerting Kristins var á heimsmælikvarða og varnarmaður Rosenborg vissi ekki hvort hann væri að koma eða fara, en framherjinn knái setti boltann síðan í stöngina og inn. Blikar sigldu sigrinum örugglega í hús og unnu verðskuldarð 2-0. Góð úrslit fyrir íslenskan fótbolta og virkilega sterkt að koma svona til baka eftir 5-0 niðurlægingu ytra. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Breiðablik vann sinn fyrsta leik í Evrópukeppni gegn norska liðinu, Rosenborg, 2-0, í síðari leik liðina í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Rosenborg vann fyrri leikinn 5-0 og því fara Norðmennirnir áfram í þriðju umferð. Gríðarlegur munur var á leik Blika í gær og það sem fótboltaáhugamenn hafa séð frá liðinu að undanförnu og líklega einn besti leikur Breiðabliks í sumar. Dylan McAllister og Kristinn Steindórsson gerðu mörk Blika í kvöld. Blikar byrjuðu leikinn vel og virkuðu afslappaðir og rólegir í öllum sínum aðgerðum. Arnór Sveinn Aðalsteinsson var kominn í miðvörðinn og Jökull Elísabetarson var settur í hægri bakvörðinn þar sem Arnór hefur verið í sumar. Finnur Ingi Margeirsson spilaði því á miðjunni þar sem honum líður best. Það sást strax að vörnin var öruggari og þetta nýja leikskipulag Ólafs Kristjánssonar, þjálfara liðsins, var að virka. Rosenborg fengu nokkur færi í fyrri hálfleiknum en náði ekki almennilega að setja mark sitt á leikinn. Breiðablik sýndi fínan sóknarleik fyrsta hálftímann af leiknum og náðu oft á tíðum að opna vörn Rosenborg upp á gátt. Heimamenn náðu að komast yfir eftir tæplega hálftíma leik þegar Dylan McAllister skoraði fyrsta mark leiksins. Kristinn Jónsson átti frábæra stungusendingu inn í teiginn á Dylan sem tók vel á móti boltanum og stýrði honum í fjærhornið. Sanngjörn staða en Blikar höfðu verið betri aðilinn fram að markinu. Staðan hélst óbreytt út hálfleikinn. Síðari hálfleikurinn var töluvert rólegri og liðin átti erfitt með að skapa sér hættuleg marktækifæri. Blikar misstu aldrei einbeitingu og stóðust vel þau áhlaup sem Rosenborg kom með í síðari hálfleik. Varnarleikur Breiðabliks var allt annar í kvöld en knattspyrnuáhugamenn hafa séð í sumar en mikil róg og yfirvegun einkenndi drengina sem voru aftastir. Dylan McAllister var frábær í liði Breiðabliks og spilið virtist fara mikið í gegnum lappirnar á honum, en Ástralinn getur haldið boltanum vel og skilað honum frá sér á kjörstað. Þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum gerðu Blikar útum leikinn og skoruðu annað mark leiksins. Dylan McAllister fékk boltann rétt fyrir utan vítateig Rosenborg og renndi honum snyrtilega á Kristinn Steindórsson. Fyrsta snerting Kristins var á heimsmælikvarða og varnarmaður Rosenborg vissi ekki hvort hann væri að koma eða fara, en framherjinn knái setti boltann síðan í stöngina og inn. Blikar sigldu sigrinum örugglega í hús og unnu verðskuldarð 2-0. Góð úrslit fyrir íslenskan fótbolta og virkilega sterkt að koma svona til baka eftir 5-0 niðurlægingu ytra.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira